Um okkur

Bakaríið


Fyrirtækið var stofnað 19.febrúar 2020 af Gunnlaugi Ingasyni og Böðvari Böðvarssyni. Við erum æskufélagar og höfum lengi langað til að fara í rekstur saman. Sú hugmynd kveiknaði stuttu eftir að Gulli hóf bakstursnámið að stofna bakarí. Árið 2019 fóru markvissar hugmyndir að myndast og út frá þeim hófum við reksturinn á þessu bakaríi. 

Fyrsti opnunardagur bakarísins var svo 23.apríl 2020. Í febrúar 2021 stækkaði bakaríið svo í sama húsnæði sem gerði okkur kleift að bjóða uppá enn betri þjónustu og úrval. Það var svo í ágúst 2021 þar sem Gulli keypti hlut Böðvars í bakaríinu og rekur það í dag einn. 

Gulli Arnar


 Gulli hóf bakstursnámið 2013 í Kökulist í Hafnarfirði. Bakstursnáminu lauk hann 2017 við útskrift frá Menntaskólanum í Kópavogi. Á námsferli sínum sigraði hann árlega bakaranemakeppni tvisvar sinnum, árin 2016 og 2017 og varð jafnframt fyrstur til að sigra keppnina tvö ár í röð. Við útskrift var hann verðlaunaður af skólanum fyrir framúrskarandi árangur í verklegu námi ásamt því að vera verðlaunaður af Iðnaðarmannafélagi Reykjavíkur fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi 2017.

Í janúar 2018 flutti Gulli til Kaupmannahafnar þar sem hann lærði kökugerð við hið sögufræga Konditori La Glace. Á námsferlinum tók hann tvisvar sinnum þátt um köku ársins í Danmörku og hafnaði í bæði skiptin í einu af 10 efstu sætunum en vel yfir 100 faglærðir einstaklingar taka þátt. Náminu lauk í desember 2019 með sveinsprófi þar sem Gulli útskrifaðist með Bronz medalíu sem telst virkilega góður árangur ásamt því að verða sæmdur Saint Honoré heiðursorðu fyrir framúrskarandi árangur á sveinsprófi.

Okkar gildi


Okkar gildi eru að framleiða hágæða vörur úr fyrsta flokks hráefni. Við framleiðum allar vörur frá grunni á staðnum. Vörurnar sem við gerum eru bakaðar og gerðar daglega til að tryggja gæði og ferskleika. Matarsóun skiptir okkur miklu máli og leggjum við upp með gæði framyfir magn. Stefna og markmið okkar eru að verða uppseld daglega og framleiða svo nýjar og ferskar vörur næsta dag.

Allt sem við gerum er framleitt í opnu eldhúsi en eldhúsið okkar í Hafnarfirði er bjart með stórum gluggum opnum almenningi til að fylgjast með. Við leggjum mikið uppúr persónulegri og góðri þjónustu við viðskiptavini.

Share by: